Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 14. september 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Logi Ólafs spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi skorar sigurmark samkvæmt spá Loga.
Gylfi skorar sigurmark samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson fékk sex rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, settist í spámannssætið að þessu sinni.



Tottenham 2 - 2 Liverpool (11:30 á morgun)
Ef hann verður edrú í markinu þá held ég að leikurinn fari 2-2.

Bornemouth 1 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Þetta verður mjög jafn leikur.

Chelsea 2 - 0 Cardiff (14:00 á morgun)
Ég hef trú á því að Chelsea vinni nokkuð sannfærandi. Þetta verður opinn leikur þrátt fyrir allt.

Huddersfield 1 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Ég held að þetta verði jafn leikur og þau sættast á skiptan hlut.

Manchester City 4 - 1 Fulham (14:00 á morgun)
Þetta verður enn einn sannfærandi sigurinn hjá City. Þó að Fulham hafi gengið ágætlega í upphafi þá verður þetta 4-1.

Newcastle 1 - 0 Arsenal (14:00 á morgun)
Ég get verið sammála mörgum sem hafa tjáð sig um Arsenal að það er ekki mikill munur hjá nýjan þjálfaranum frá því að þeir voru með Wenger. Ég held að Benítez komi með eitthvað útspil og Newcastle vinni 1-0.

Watford 0 - 2 Manchester United (16:30 á morgun)
Mínir menn í United hafa ekki staðið sig neitt sérstaklega vel. Ég hef hrifist af Watford liðinu. Þeir spila á háu tempói og eru röskir. Þetta er óskhyggjublönduð spá.

Wolves 2 - 1 Burnley (12:30 á sunnudaginn)
Úlfarnir hafa verið sprækir í upphafi og á meðan Jóhann Berg Guðmundsson er fjarverandi þá tapar Burnley leikjum.

Everton 1 - 0 West Ham (15:00 á sunnudaginn)
Ég vona svo sannarlega að Everton, með Gylfa í fararbroddi, vinni leikinn. Gylfi gerir sigurmarkið.

Southampton 2 - 1 Brighton (19:00 á mánudaginn)
Ég vona að það verði ekki mánudagur í mönnum og leikurinn verði skemmtilegur. Sem gamall aðdáandi Mark Hughes vona ég að Southampton vinni.

Fyrri spámenn:
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner