Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. september 2018 11:45
Magnús Már Einarsson
Mourinho ver spiltíma Rashford: Kom með fullt af tölum
Marcus Rashford og Jose Mourinho.
Marcus Rashford og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, talaði mikið um framherjann unga Marcus Rashford á fréttamannafundi í dag. Hinn tvítugi Rashford hefur einungis leikið 122 mínútur með Manchester United á tímabilinu en hann skoraði hins vegar bæði gegn Spáni og Sviss með enska landsliðinu á dögunum.

Jamie Carragher, sérfræðingur Sky, sagði í vikunni að Rashford gæti neyðst til að róa á önnur mið til að verða heimsklassa leikmaður en Mourinho svaraði fyrir sig á fréttamannafundi í dag.

„Tímabilið 2016/2017 spilaði Marcus Rashford 32 úrvalsdeildarleiki, 11 Evŕopudeildarleiki og þar á meðal úrslitaleikinn, þrjá leiki í enska bikarnum og sex leiki í enska deildabikarnum þar á meðal úrslitaleikinn. Það gera 53 leiki, sagði Mourinho.

„Ef þú vilt taka mínúturnar sem hann spilaði þá spilaði hann 3068 mínútur. Ef þú vilt skipta því niður í 90 mínútur þá spilaði hann 34,2 leiki sem voru 90 mínútur."

„Tímabilið 2017/2018 spilaði hann 35 úrvalsdeildarleiki, átta í Meistaradeildinni, fimm í enska bikarnum og þar á meðal úrslitaleikinn, þrjá í deildabikarnum og Ofurbikar Evrópu. Hann spilaði samtals 52 leiki og 2676 mínútur. Ef þú dreifir því á 90 mínútur þá eru það 29,7 leikir."

„Á tveimur tímabilum með mér hefur hann spilað 105 leiki, 5744 mínútur, 63,7 leiki sem eru 90 mínútur og þar á meðal fimm úrslitaleiki. Þegar fólk er að tala um mínútur þá tel ég að það sé aðeins að misskilja."


Rashford fékk rauða spjaldið í síðasta leik United gegn Burnley og verður því í banni gegn Watford á morgun sem og í næstu tveimur leikjum þar á eftir í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner