Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 14. september 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Rafn Markús spáir í lokaumferðina í 3. deildinni
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í 3. deild karla er á dagskrá á morgun klukkan 14:00. Mikil spenna er í toppbaráttunni en þrjú lið berjast um að fylgja Dalvík/Reyni upp í 2. deildina.

Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, settist í spádómssætið og spáði í lokaumferðina.

KH 3 – 1 Augnablik
Bæði lið hafa verið að basla en KH endar tímabilið með sínum fyrsta sigri síðan í júlí.

Vængir Júpiters 4 - 1 Sindri
Þrátt fyrir að Sindri hefur spilað vel í síðustu leikjum og tryggt sæti sitt í deildinni þá fara Evrópu-Vængir með öruggan sigur úr leiknum. Georg Guðjónsson verður á skotskónum.

Ægir 0 – 2 Einherji
Því miður eru Ægismenn á leið niður í neðstu deild eftir mörg ár í 2. deildinni. Einherji klárar tímabilið með góðum sigri í Þorlákshöfn.

KFG 2 – 2 KV
KFG var nálægt því að fara upp í fyrra og verða enn nær því í ár. KV hefur í gegnum árin verið eitt óútreiknanlegasta lið landsins og nær að taka stig af KFG á lokamínútunum. Þrátt fyrir mikla reynslu og gæði sitja KFG eftir.

KF 2–1 Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur átt frábært tímabil undir stjórn partýljónsins Svenna Steingríms og eru öruggir með sæti í 2. deild. Það er mikið undir hjá báðum liðum og þá sérstaklega hjá KF þótt Dalvík/Reynir ætli að selja sig dýrt að tryggja efsta sætið. Þetta verður stál í stál og mikill barningur, sem endar með sigri KF á lokamínútunum sem þeir fylgja grönnum sínum upp. Bæði lið fagna í leikslok og bikarinn fer til Dalvíkur þrátt fyrir tap í leiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner