Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. september 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Sarri til í að fá Terry í þjálfaralið sitt
Kóngurinn á Brúnni.
Kóngurinn á Brúnni.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segist vera tilbúinn að fá John Terry í þjálfaralið félagsins ef það er möguleiki. Terry er fyrrum fyrirliði Chelsea en hann spilaði í vörn liðsins í tuttugu ár áður en hann fór til Aston Villa í fyrrasumar.

Hinn 37 ára gamli Terry hafnaði Spartak Moskvu í síðustu viku og óljóst er hvort að hann haldi áfram í fótbolta eða leggi skóna á hilluna.

„Síðast þegar ég ræddi við hann þá sagðist hann vilja spila í eitt tímabil í viðbót. Ég veit ekki stöðuna núna," sagði Sarri í dag.

Terry yfirgaf Aston Villa í sumar en Sarri væri til í að fá hann til starfa hjá Chelsea sem þjálfari.

„Auðvitað. Chelsea er heimili hans," sagði Sarri í dag.
Athugasemdir
banner