Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. september 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
Spánn í dag - Nýliðaslagur í boði
Rayo Vallecano hefur ekki byrjað timabilið vel.
Rayo Vallecano hefur ekki byrjað timabilið vel.
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í spænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem nýliðarnir mætast.

Huesca tekur þá á móti Rayo Vallecano í kvöld en liðin þekkjast ágætlega frá síðustu leiktíð þar sem þau börðust um efsta sætið í næst efstu deildinni á Spáni.

Rayo Vallecano sigraði þá baráttu en hefur hinsvegar byrjað tímabilið í La Liga skelfilega og er án stiga eftir tvær umferðir. Huesca hefur verið að gera ágætis hluti og er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Því er um lykilleik að ræða fyrir bæði lið sem verða líklega bæði í botnbaráttu í vetur.

föstudagur 14. september
19:00 Huesca - Rayo Vallecano

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner