Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. september 2018 10:36
Magnús Már Einarsson
Stjórn knattspyrnudeildar Fram hættir - Aðalstjórn tekur við
Framarar fagna marki í Inkasso-deildinni í sumar.
Framarar fagna marki í Inkasso-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur óskað eftir því að aðalstjórn félagsins taki við rekstri knattspyrnudeildar. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag.

„Það hefur reynst sífellt erfiðara að manna allt það sjálfboðaliðsstarf sem umfangsmikill rekstur eins og knattspyrnudeildin kallar á. Sú stjórn sem nú fer frá hefur starfað í 3.5 ár og á þeim tíma hefur kvarnast úr hópnum," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Fram er í 6. sæti í Inkasso-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en liðið mætir Magna á útivelli á morgun.

Yfirlýsing frá Fram
Stjórn Knattspyrnudeildar hefur óskað eftir því að aðalstjórn félagsins taki við rekstri knattspyrnudeildar.
Að jafnaði eru stjórnarkjör hjá knattspyrnudeildinni að vori, hins vegar eru mörg og mikilvæg verkefni unnin á næstu vikum og fram til áramóta sem stjórnin fráfarandi telur best að séu á forræði aðalstjórnar eða annara sem aðalstjórn velur til verksins.

Það hefur reynst sífellt erfiðara að manna allt það sjálfboðaliðsstarf sem umfangsmikill rekstur eins og knattspyrnudeildin kallar á. Sú stjórn sem nú fer frá hefur starfað í 3.5 ár og á þeim tíma hefur kvarnast úr hópnum. Nú er svo komið að þeir sem eftir sitja hafa ekki lengur tíma eða aðstöðu til að sinna starfinu eins og þarf og því er brýnt að annað fólk komi að starfinu og haldi áfram að byggja upp deildina.

Aðalstjórn og starfsfólk Fram vill þakka stjórnarmönnum knattspyrnudeildar fyrir gott starf í þágu félagsins.

Aðalstjórn mun því í framhaldi skipa stjórn sem fer með öll málefni deildarinnar.

Knattspyrnufélagið FRAM
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner