Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. september 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Warnock: Var að vona að Íslendingar myndu sparka í Hazard
Neil Warnock.
Neil Warnock.
Mynd: Getty Images
„Hvernig stoppar þú hann? Guð veit það. Ég var að vona að leikmenn Íslands myndu sparka í hann þegar hann spilaði þar með belgíska landsliðinu í vikunni," sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff, þegar hann var spurður út í Eden Hazard fyrir leikinn gegn Chelsea um helgina.

Warnock er hræddur við Hazard fyrir leikinn á Stamford Bridge á morgun.

„Ég var að vona að Barcelona myndi kaupa Willian og að Hazard myndi fara til Real Madrid í sumar."

„Þetta eru frábærir leikmenn. Hazard? Fólk reynir að sparka í hann en hann elskar það. Hann vill spila. Ég elska hugarfarið hans."

„Ég skil af hverju Chelsea leyfði honum ekki að fara. Hann er mikilvægur hluti af því sem þeir eru að reyna að gera."

Athugasemdir
banner
banner