Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 16:03
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man Utd vann - Abraham gerði þrennu og sjálfsmark
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Vængbrotið lið Manchester United hafði betur gegn Leicester City er liðin mættust á Old Trafford í dag.

Marcus Rashford gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á áttundu mínútu.

Leikurinn var tíðindalítill og virkuðu gestirnir afar hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Þeir fengu færi í fyrri hálfleik en náðu ekki skoti á rammann í þeim síðari.

Þetta er mikilvægur sigur fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga sem eru nú komnir með átta stig, eftir fimm umferðir. Þetta var fyrsta tap Leicester á tímabilinu, sem er einnig með átta stig.

Man Utd 1 - 0 Leicester
1-0 Marcus Rashford ('8, víti)

Heung-min Son lét til sín taka er Tottenham fékk Crystal Palace í heimsókn í Lundúnaslag.

Son skoraði tvennu í fyrri hálfleik og var staðan 4-0 í leikhlé. Patrick van Aanholt gerði sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Serge Aurier og Erik Lamela skoraði auðvelt mark eftir stoðsendingu frá Harry Kane.

Gestirnir ógnuðu ekki mikið og var sigur Tottenham aldrei í hættu. Spurs er með átta stig, Crystal Palace sjö.

Tottenham 4 - 0 Crystal Palace
1-0 Heung-min Son ('10)
2-0 Patrick van Aanholt ('21)
3-0 Heung-min Son ('23)
4-0 Erik Lamela ('42)

Tammy Abraham er í banastuði og skoraði hann þrennu á útivelli gegn Wolves í dag. Frank Lampard leggur mikið traust á unga Englendinga og skoraði varnarmaðurinn Fikayo Tomori fyrsta mark leiksins með bylmingsskoti langt utan af velli.

Abraham bætti tveimur við fyrir leikhlé og fullkomnaði þrennuna snemma í síðari hálfleik. Skömmu síðar komst hann í sögubækurnar með því að skora sjálfsmark. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að gera þrennu og sjálfsmark í sama leik.

Ítalski sóknarmaðurinn Patrick Cutrone minnkaði muninn enn frekar undir lokin, áður en Mason Mount skoraði síðasta mark leiksins og lokatölur 2-5.

Chelsea er því búið að jafna Tottenham og Man Utd á stigum. Úlfarnir eru aðeins komnir með þrjú stig úr fimm leikjum.

Wolves 2 - 5 Chelsea
0-1 Fikayo Tomori ('31)
0-2 Tammy Abraham ('34)
0-3 Tammy Abraham ('41)
0-4 Tammy Abraham ('55)
1-4 Tammy Abraham ('69, sjálfsmark)
2-4 Patrick Cutrone ('85)
2-5 Mason Mount ('96)

Brighton gerði þá 1-1 jafntefli við Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson var utan hóps vegna meiðsla. Moussa Djenepo gerði eina mark leiksins í sigri Southampton gegn nýliðum Sheffield United.

Brighton 1 - 1 Burnley
1-0 Neal Maupay ('51)
1-1 Jeff Hendrick ('91)

Sheffield Utd 0 - 1 Southampton
0-1 Moussa Djenepo ('66)
Rautt spjald: Billy Sharp, Sheffield ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner