Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 17:09
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Í fyrsta sinn sem við þurfum að verjast
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er ánægður með stigin þrjú sem Manchester United fékk gegn Leicester í dag.

Marcus Rashford gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en annars var lítið um færi. Gestirnir voru þó öflugir og pressuðu stíft á Rauðu djöflana en vörnin hélt út.

„Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem við þurftum að verjast stóran hluta leiksins. Við höfum verið betri aðilinn í öllum leikjunum hingað til en í dag mættum við liði sem kann að verjast á eigin vallarhelmingi," sagði Solskjær.

„Við mættum góðu liði sem er að reyna að koma sér í hóp bestu liða deildarinnar. Það er gott að halda hreinu en við megum ekki vera of ánægðir því við getum spilað mun betur. Við vörðumst eins og alvöru lið og það skóp sigurinn."

Man Utd jafnaði Leicester að stigum með sigrinum, bæði lið eru með átta stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner