banner
   mið 14. september 2022 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn gæti orðið sá yngsti frá upphafi
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír Íslendingar í leikdagshópi FC Kaupmannahafnar fyrir leikinn gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld.

Leikurinn verður flautaður á klukkan 19:00 en hann fer fram á Parken í Köben.

Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu í leik FCK gegn Borussia Dortmund í síðustu viku og varð þar 15. Íslendingurinn til að leika í riðlakeppninni í Meistaradeild karla.

Í kvöld gætu tveir bæst við þann lista því Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson eru báðir í leikdagshópnum ásamt Hákoni Arnari.

Orri er nýorðinn 18 ára og verður hann yngsti Íslendingurinn í sögunni til að spila í riðlakeppninni ef hann spilar í kvöld. Hann mun bæta met sem Arnór Sigurðsson setti þegar hann var 19 ára gamall. Orri hefur raðað inn mörkum með unglingaliðum FCK og er farinn að banka hressilega á dyrnar hjá aðalliðinu.

Byrjunarliðin fyrir þennan leik verða opinberuð rétt fyrir klukkan 18 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner