Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. október 2018 07:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ajax ætlar sér ekki að selja Matthijs de Ligt
De Ligt er orðaður við mörg stórlið þessa dagana.
De Ligt er orðaður við mörg stórlið þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Marc Overmars, íþróttastjóri Ajax segir að það komi ekki til greina að selja Matthijs de Ligt í janúar en getur ekki lofað því að hann verði áfram hjá félaginu eftir tímabilið.

Hinn 19 ára gamli De Ligt hefur verið orðaður við Barcelona, Roma og Manchester City í næsta félagskiptaglugga. Þrátt fyrir áhuga stórliðanna hefur Overmars staðfest að leikmaðurinn fari ekkert í janúar en sagði að hann gæti verið seldur næsta sumar.

„Líkurnar á því að De Ligt yfirgefi Ajax í janúar eru núll prósent. Já ég get staðfest að næsta sumar er möguleiki,” sagði Overmars.

De Ligt skrifaði undir fjögurra ára samning á síðasta ári sem nær til ársins 2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner