Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 14. október 2018 12:36
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Það er enn líf í þessum gömlu körlum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa horft á íslenska liðið tapa stórt gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði.

Alfreð segir að liðið sé í hefndarhug fyrir leikinn gegn Sviss á morgun.

„Það má alveg segja að við séum í hefndarhug. Þegar maður fær svona slæma útreið gegn liði þá vill maður bæta fyrir það. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum betra lið en við sýndum í þeim leik."

„Nú erum við á heimavelli og komnir með kjarnann úr liðinu til baka og við sáum það í síðasta leik að það er ennþá líf í þessum gömlu köllum."

Alfreð horfði á Ísland tapa 6-0 úr stúkunni en hann var þá að glíma við meiðsli.

„Mér leið mjög illa. Það er sárt og erfitt að horfa uppá liðsfélaga sína fá svona útreið. Þetta er leiðinlegi hlutinn af fótbolta, meiðslin. Það er erfitt að geta ekki hjálpað liðinu og þetta voru bara gríðalega erfiðar 90 mínútur."

Alfreð líst vel á Hamrén og lýsir honum sem persónulegum þjálfara.

„Mér líst mjög vel á hann. Hann sækir mikið í spjall við leikmenn og vill heyra hvað þeir hafa að segja. Hann hringdi í einhverja leikmenn um leið og hann tók við og sagði þeim hvernig hann myndi vilja vinna hlutina."

„Hann vill að við séum djarfari með boltann og höldum honum betur, ekki að við séum að fara að breyta okkur í eitthvað possession lið. Heimir þróaði þetta lið í rétta átt en ég vona að Hamrén og Freyr geti þróað þetta enn lengra."

Viðtalið við Alfreð má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner