Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. október 2018 11:50
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Birkir: Mér líður best á miðjunni
Icelandair
Birkir átti frábæran leik gegn Frakklandi.
Birkir átti frábæran leik gegn Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason átti frábæran leik gegn Frakklandi á fimmtudag. Hann var þá á miðri miðjunni, í sömu stöðu og hann leikur fyrir félagslið sitt.

Birkir hefur oftast spilað á kantinum með íslenska landsliðinu en segir að sín besta staða sé á miðjunni.

„Persónulega þá líður mér betur inni á miðjunni. Það er skemmtilegra að spila þá stöðu og maður er meira í boltanum. Mér hefur alltaf liðið vel á kantinum með landsliðinu og tekist að leysa það mjög vel. Ég spila þar sem þjálfarinn telur að þörf á mér," segir Birkir.

„Í félagsliðinu er ég að spila inni á miðjunni og þar vil ég helst spila."

Birkir sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag og var þar meðal annars spurður út í 2-2 leikinn gegn Frökkum.

„Frammistaðan var mjög góð og við ættum að vera mjög sáttir með hana. Það er mjög gott að vera 2-0 yfir á móti svona liði en að hafa misst það niður var ekki nægilega gott. Við þurfum bara að læra af því og reyna að gera betur næst."



Athugasemdir
banner
banner
banner