Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. október 2018 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Chelsea átt flestar sendingar í deildinni - 1400 fleiri en United
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur farið virkilega vel af stað undir stjórn Maurizio Sarri sem tók við liðinu í sumar. Leikur Chelsea liðsins hefur einkennst af góðum sóknarleik með Eden Hazard fremstan í flokki.

Sarri leggur mikla áherslu á það að spila boltanum á jörðinni og Chelsea hefur verið frábært í því að halda boltanum innan liðsins.

Ný tölfræði sýnir að Chelsea hefur átt flestar sendingar allra liða í ensku úrvalsdeildinni eða 5.728 talsins. Ensku meistararnir í Manchester City fylgja fast á hæla Chelsea en þeir hafa átt 5.639 sendingar.

Lærisveinar Jurgen Klopp eru í þriðja sæti listans 4.772 en mikið bil virðist vera á milli Chelsea og Manchester City og síðan liðanna frá þriðja sæti og niður.

Lið Arsenal sem unnið hefur níu leiki í röð í öllum keppnum nær ekki á topp fimm yfir flestar sendingar í deildinni.

Hér að neðan má sjá topp fimm listann.



Athugasemdir
banner
banner
banner