Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. október 2018 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Chelsea býður Kante nýjan samning
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina nú frá því að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea sé nú þegar búið að bjóða N'Golo Kante nýjan samning.

Franska stórliðið PSG hefur lýst yfir áhuga á að fá Kante í sínar raðir en Chelsea reynir að koma í veg fyrir frekari áhuga með því að bjóða Kante nýjan samning.

Samkvæmt fjölmiðlum ytra hljóðar samningurinn uppá væna launahækkun en hann myndi gilda út tímabilið 2021. Kante kom til Chelsea árið 2016 frá Leicester en kaupverðið var 32 milljónir punda. Ekki ólíklegt að það yrði eitthvað hærra í dag.

Kante tjáði sig um áhuga PSG í síðasta á mánuði.

„Ég fann ekki fyrir löngun til þess að yfirgefa Chelsea eftir Heimsmeistaramótið. Það var áhugi frá öðrum liðum en eftir að ég hafði rætt við Chelsea þá kom ekkert annað til greina en að vera áfram."

Framundan er stórleikur hjá Kante og félögum í Chelsea en þeir mæta Manchester United næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner