Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ekki mark í þremur leikjum í röð í fyrsta skipti
Það hefur ekkert gengið hjá Þýskalandi fyrir framan markið undanfarið.
Það hefur ekkert gengið hjá Þýskalandi fyrir framan markið undanfarið.
Mynd: Getty Images
Fyrrum heimsmeistarar Þýskalands setti ansi vafasamt met í leiknum gegn Hollandi í gær er liðið tapaði 3-0.

Þýska landsliðinu hefur nú mistekist að skora í síðustu þremur keppnisleikjum sínum í fyrsta skipti í sögunni. Virgil Van Dijk, Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skoruðu mörk heimamanna í frábærum sigri Hollands í Þjóðadeildinni á Amsterdam Arena.

Leikurinn var sögulegur fyrir fleiri hluti en Joachim Low varð sá þjálfari sem hefur stýrt þýska landsliðinu í flestum leikjum eftir leikinn. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem Holland sigrar Þýskaland með þriggja marka mun.

Síðasta mark Þýskalands skoraði Toni Kroos í sigri gegn Svíþjóð á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðinu tókst þó að skora í vináttuleik gegn Perú þann 9. september síðastliðinn. Sæti hjá Low er vafalaust farið að hitna örlítið eftir úrslitin undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner