Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enda Mourinho og Hazard saman hjá Real Madrid?
Hazard langar að vinna aftur með Mourinho.
Hazard langar að vinna aftur með Mourinho.
Mynd: Getty Images
Real Madrid, er það mögulegur áfangastaður fyrir þá tvo?
Real Madrid, er það mögulegur áfangastaður fyrir þá tvo?
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar enn sem komið er, ræddi um það í síðustu viku að hann vildi fá annað tækifæri til að spila undir stjórn Jose Mourinho.

Hazard spilaði undir stjórn Mourinho hjá Chelsea í eitt og hálft tímabil. Á fyrsta tímabilinu varð Chelsea Englandsmeistari en á því seinna var Mourinho rekinn um jólin eftir arfaslakt gengi.

„Á tólf árum hef ég bara átt eitt lélegt tímabil, það voru síðustu sex mánuðirnir undir stjórn Mourinho. Það er að hluta til mér að kenna að hann var rekinn," sagði Hazard við HLN í Belgíu.

„Við unnum Englandsmeistaratitilinn og báðum um lengra sumarfrí. Ég var ekki í neinu formi þegar ég kom úr fríinu og átti erfitt uppdráttar stærsta hluta tímabilsins vegna þess."

Enda þeir saman hjá Real Madrid
Hazard er í dag hjá Chelsea og Mourinho er stjóri Man Utd. Þeir munu ekki starfa aftur saman hjá Chelsea, það er nokkuð ljóst og afar hæpið er að Hazard fari til Manchester United.

Hvar munu þeir þá vinna saman?

Neil Custis hjá götublaðinu The Sun kastaði því fram í umræðuþættinum Sunday Supplement á Sky Sports að Real Madrid væri mögulegur áfangastaður.

Mourinho er fyrrum stjóri Real Madrid en Madrídingar gætu verið tilbúnir að taka hann aftur. Hazard er þá mikið orðaður við Real Madrid.

„Fljótlega verður starfið hjá Real Madrid laust og ef Manchester United fer ekki að bæta sig, þá mun hann missa starfið þar. Forseti Real Madrid og Jose eru mjög nánir," sagði Custis.

„Það voru engin illindi þeirra á milli þegar hann yfirgaf Real Madrid, forsetinn vildi halda honum. Það var Mourinho sem ákvað að fara. Það væri hægt að sjá það fyrir sér, að Mourinho taki við Real Madrid og Hazard fari með honum."

Sjá einnig:
Hazard: Real Madrid er besta félag í heimi



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner