Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 14. október 2018 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að stöðva Wolfsburg - Glódís í úrslitaleik um titilinn
Sara Björk, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir.
Sara Björk, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Það var leikið í kvennadeildum Þýskalands og Svíþjóðar í dag, en þar eru Íslendingar að spila.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur stórt hlutverk hjá sterkasta liði Þýskalands, Wolfsburg. Liðið er ríkjandi Þýskalandsmeistari, sem og bikarmeistari.

Wolfsburg heimsótti Werder Bremen í dag og vann auðveldan 3-0 sigur. Wolfsburg leiddi 2-0 í hálfleik og gerði algjörlega út um leikinn á 87. mínútu.

Sara spilaði allan leikinn fyrir Wolfsburg, eins og hún gerir oftast, en Wolfsburg er á toppnum eftir fjórar umferðir í Þýskalandi, með fullt hús stiga.

Sjá einnig:
Sara Björk: Kvennaknattspyrna tekið miklum framförum

Úrslitaleikur um titilinn
Í Svþjóð eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård í eltingarleik við Pitea, sem er á toppnum. Rosengård fór hilla með Hammarby, 5-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag, en þegar tvær umferðir eru eftir er liðið þremur stigum á eftir Piteå. Rosengård er með mikið betri markatölu.

Rosengård og Piteå mætast mánudaginn 22. október í hreinum úrslitaleik um titilinn.

Glódís Perla spilaði allan leikinn í dag fyrir Rosengård en hún endurnýjaði samning sinn í síðustu viku.

Það var Íslendingaslagur þegar Kristianstad lagði Limhamn Bunkeflo að velli í markaleik, lokatölur urðu 4-2. Rakel Hönnudóttir kom Limhamn Bunkeflo á bragðið, en LB07 komst 2-0 yfir eftir aðeins sex mínútur.

Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Rakel skorar í, hún hefur verið í fantaformi. Mark hennar dugði þó ekki í dag þar sem Kristianstad gafst ekki upp, jafnaði fyrir leikhlé og vann leikinn 4-2.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og Sif Atladóttir spilar með liðinu, hún lék allan leikinn í dag. Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn fyrir Limahmn Bunkeflo.

Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar, en Limhamn Bunkeflo er í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti.

Djurgården fór býsna langt með að bjarga sér frá falli, með 2-0 sigri á Vittsjö. Guðbjörg Gunnarsdóttir var í marki Djurgården og Ingibjörg Sigurðardóttir í vörninni. Djurgården er sex stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner