Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola ekki viss um að Man City sé tilbúið
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ekki viss um hvort félagið sé tilbúið að vinna Meistaradeildina.

City hefur aldrei komist lengra en í undanúrslitin og á þessu tímabili tapaði liðið sínum fyrsta leik, á heimavelli gegn Lyon. Síðan þá hefur liðið unnið Hoffenheim á útivelli.

Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar sem stjóri Barcelona en hann kveðst ekki viss um hvort þetta City-lið sé tilbúið í það að vinna keppnina.

„Að við séum á meðal líklegustu liða þýðir að við séum góðir, mjög góðir. En þetta félag hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit og ég veit ekki hvort við séum tilbúnir, ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Guardiola á ráðstefnu á Ítalíu.

Undir stjórn Guardiola féll City úr leik í 16-liða úrslitum gegn Mónakó tímabilið 2016/17 og á síðustu leiktíð í 8-liða úrslitum, gegn Liverpool.



Athugasemdir
banner
banner