Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. október 2018 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Magg ekkert heyrt frá Fram - Ræðir við félög í Pepsi
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipolito er tekinn við ÍBV.
Pedro Hipolito er tekinn við ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon telur það ólíklegt að hann snúi aftur í Fram. Guðmundur er samningslaus og er í viðræðum við önnur félög. Hann hefur ekki heyrt í Fram enn sem komið er.

Félögin sem Guðmundur er í viðræðum við eru öll í Pepsi-deildinni.

„Eins og staðan er núna finnst mér mjög ólíklegt að ég verði áfram í Fram," sagði Guðmundur í samtali við Fótbolta.net.

Eftir síðustu umferð Inkasso-deildarinnar í september fór Guðmundur í viðtal hér á Fótbolta.net þar sem hann útskýrði stöðuna hjá Fram. „Það er bara allt í rugli. Við stöndum rosalega mikið einir í þessu. Leikmenn eru að ganga í verk sem þeir eiga ekki að vera að gera," sagði hann.

Hann segir að það spili auðvitað þátt í því að hann sé að skoða aðra möguleika.

„Ég átti gott tímabil og hef metnað til að spila í Pepsi-deildinni. Ef það er einhver tímapunktur fyrir það, þá er það núna. Það er aðallega það en auðvitað spilar hitt inn í."

Pedro fór til Eyja, fer Gummi líka?
Guðmundur skoraði 18 mörk í 22 leikjum í sumar og var besti leikmaður Fram. Pedro Hipolito hætti sem þjálfari Fram eftir tímabilið og gerðist þjálfari ÍBV. Talað hefur verið um í slúðrinu að Pedro vilji fá sinn gamla lærisvein til Vestmannaeyja.

„Ég er búinn að vera að ræða við önnur félög og það er eitt komið lengra en annað."

Aðspurður út í ÍBV-orðróminn sagði hann: „Ég þekki Pedro mjög vel og hann þekkir mig. Mér hefur alltaf fundist rosalega heillandi að fara til Eyja, samfélagið þar er metnaðarfullt. Ég er opinn fyrir því."

„Öll liðin sem ég hef rætt við eru úr Pepsi-deildinni, ég hef ekki heyrt í neinu liði úr Inkasso-deildinni, ekki einu sinni Fram."
Athugasemdir
banner
banner
banner