Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. október 2018 12:21
Hafliði Breiðfjörð
Hamren: Getum unnið Sviss með frammistöðu eins og gegn Frökkum
Icelandair
Hamren á fréttamannafundi í morgun.
Hamren á fréttamannafundi í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðþjálfari Íslands segir að liðið geti vel unnið Sviss í Þjóðadeildinni á morgun en til þess þurfi liðið að spila eins og það gerði í 2-2 jafnteflinu við Frakkland á fimmtudagskvöldið.

„Við töluðum mikið eftir fyrri leikinn um hvað við gerðum vel en aðallega um það sem við gerðum illa," sagði Hamren við fréttamenn í dag um 6-0 tapið úti gegn Sviss í september.

„Við eigum alltaf þannig fundi og gerðum það líka eftir Belgíu og Frakklands leikina. Við verðum að ræða saman og reyna að bæta okkur. Við höfum talað mikið um fyrri leikinn við Sviss og munum ræða hann enn frekar í kvöld og þá hvernig við ætlum að fara í leikinn."

Íslenska liðið virtist hafa misst hausinn í fyrri leiknum og Hamren talar um að hafa rétt viðhorf inni á vellinum og að liðið veðri að taka ábyrgð.

„Þetta snýst bara um gæðin í því sem við gerum og gæðin í fyrri leiknum gegn Sviss voru ekki nægilega góð. Þetta snýst líka um agann í því sem við erum að gera og fara að fyrirmælum," sagði hann.

„,Við gerðum það ekki í fyrri leiknum og svo er það sem skiptir mestu máli, viðhorfið, að vera á vellinum og taka ábyrgðina og bæta hvorn annan upp. Það er virkilega mikilvægt og við vorum lélegir í því síðast gegn Sviss og þá sér í lagi síðasta hálftímann."

„Við bættum okkur gegn Belgíu þar sem við vorum fínir og á móti Frökkum vorum við góðir. Ef við sýnum okkar besta getum við náð góðum úrslitum en ef ekki þá koma úrslitin ekki eins og gegn Sviss og Belgíu. Vonandi náum við frammistöðu eins og gegn Frakklandi því þá getum við unnið leikinn. En við verðum að hafa þau gæði."

Athugasemdir
banner
banner
banner