Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. október 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Horfði á leikinn gegn Frakklandi - „Verðum að virða Ísland"
Icelandair
Petkovic á blaðamannafundinum. Hann veit vel hvað íslenska liðið getur.
Petkovic á blaðamannafundinum. Hann veit vel hvað íslenska liðið getur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.

Ísland og Sviss mætast í Þjóðadeildinni annað kvöld. Ísland vill hefna fyrir 6-0 tapið í St. Gallen í síðasta mánuði og Petkovic er meðvitaður um það. Hann segir að það verði ekki hægt að endurtaka 6-0 sigurinn.

„Það verður ekki hægt að endurtaka þennan leik, allir leikir eru mismunandi," sagði Petkovic. „Það er erfitt að meta það hversu sterkir við vorum og hversu slakir Íslendingar voru. Við erum meðvitaðir um það að það vantaði fjóra lykilmenn í íslenska liðið."

„Við verðum að spila þannig á morgun að við verðskuldum að vinna leikinn."

Á blaðamannafundinum sagði Petkovic að hann væri með hugmyndir um að spila með þriggja manna vörn. Það væri þó ekki víst að hann myndi gera það á morgun.

Horfði á leikinn gegn Frakklandi
Petkovic fylgdist með leik Íslands gegn Frakklandi á fimmtudagskvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Íslandi hafði komist yfir.

„Ég horfði á allan leikinn og sá Ísland spila mjög vel í 80 mínútur. Frakkland náði að setja pressu og jafnaði. Þetta voru óheppnismörk sem Ísland fékk á sig."

„Ísland spilaði vel og við verðum að virða andstæðing okkar," sagði Petkovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner