Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. október 2018 11:48
Hafliði Breiðfjörð
Ísland fór heim með leiguflugi strax eftir Frakklandsleikinn
Icelandair
Hamren á fundinum í dag.
Hamren á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið flaug heim til Íslands beint eftir leikinn við Frakkland á fimmtudagskvöldið en Icelandair bauð upp á leiguflug svo liðið væri komið til Íslands sem fyrst eftir leik.

„Við nutum þeirrar gæfu að fá leiguflug heim eftir leikinn svo við áttum góðan föstudag á Íslandi," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.

„Við náðum því að safna kröftum okkar aftur og ræða leikinn saman. Þetta var góð frammistaða svo ég hlakka til leiksins á morgun," hélt hann áfram en Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni klukkan 18:45 á morgun.

„Það verður gaman að sjá hvort við getum gefið þeim betri leik en síðast þegar við mættumst því það var ekki góður leikur að okkar hálfu," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner
banner