Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. október 2018 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koscielny hættir með landsliðinu - Ósáttur með Deschamps
Þessi mynd var tekin í leik Íslands og Frakklands á EM 2016. Frakkland vann leikinn 5-2.
Þessi mynd var tekin í leik Íslands og Frakklands á EM 2016. Frakkland vann leikinn 5-2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, er hættur að spila með franska landsliðinu, 33 ára að aldri.

Koscielny sleit hásin í leik gegn Atletico Madrid í Evrópudeildinni í apríl síðastliðinum. Hann missti af Heimsmeistarmótinu með Frakklandi vegna þess. Frakkland hampaði Heimsmeistaratitlinum í fjarverju Koscielny.

Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig andlega að horfa á Frakkland vinna Heimsmeistarmótið án sín.

„Sigurinn á HM olli mér meiri andlegum skaða en meiðslin gerðu," sagði Koscielny við Canal +.

„Ég hef gefið allt sem ég get fyrir Frakkland, ég er 33 ára og hef spilað á tveimur Heimsmeistaramótum og einu Evrópumóti."

Koscielny er allt annað en sáttur með Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands.

„Hann hringdi þegar ég átti afmæli í september en annars hefur hann ekkert haft samband við mig. Það voru margir sem ollu mér vonbrigðum, ekki bara þjálfarinn."

„Þegar þú ert að spila vel áttu marga vini en þegar þú ert meiddur, eftir ákveðinn tíma, þá er búið að gleyma þér," sagði Koscielny en það styttist í að hann snúi aftur hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner