sun 14. október 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Kroos virðist örlítið pirraður á leikstíl Lopetegui
Kroos nýtur sín betur í frjálsu hlutverki.
Kroos nýtur sín betur í frjálsu hlutverki.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos hefur þurft að spila sem varnarsinnaður miðjumaður undir stjórn Julen Lopetegui á þessu tímabili, eitthvað sem leikmaðurinn sjálfur virðist alls ekki vera hrifinn af.

Kroos hefur verið frábær í frjálsu hlutverki á miðsvæði Real Madrid síðustu ár. Hann hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum á ferlinum en virðist ekki sáttur við nýja hlutverkið. Hann hefur verið beðinn um að spila aftar á vellinum en nýtur sín yfirleitt best í frjálsu hlutverki.

„Það er áskorun að snúa við þessum aðstæðum. Við höfum sýnt að við getum það. Við höfum alltaf átt kafla eins og þennan, þetta trufla mig ekki. Mér líkar vil að spila aftar en ég er ekki Casemiro,” sagði Kroos.

Það er spurning hvort að Lopetegui breyti til eftir landsleikjahlé og hleypi Kroos framar á völlinn en spurningamerki hafa strax verið satt fram um það hvort að þjálfarinn sé sá rétti fyrir stórliðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner