Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lloris tjáir sig um ölvunaraksturinn - „Vandræðalegt"
Lloris er fyrirliði franska landsliðsins.
Lloris er fyrirliði franska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Úr leik Íslands og Frakklands.
Úr leik Íslands og Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Markvörðurinn Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, var í síðasta mánuði sviptur ökuleyfi sínu og gert að greiða 50 þúsund pund (7,5 milljónir króna) í sekt.

Lloris (31) var gripinn ölvaður undir stýri aðfaranótt föstudagsins 24. ágúst, hann var með yfir tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóði sínu þegar hann var gripinn.

Segja má með sanni að hann hafi verið blindfullur. Lloris var að keyra Porsche Panamera bifreið sína þegar lögreglumenn stöðvuðu hann. Lloris hafði kastað upp í bílnum og lögreglumenn þurftu að styðja við hann til að koma honum út úr bílnum.

Lloris hefur tjáð sig um málið í frönskum fjölmiðlum. Hann segir að þetta breyti sér ekki sem manneskju.

„Þetta er vandræðalegt. Þetta er ekki sú mynd sem ég vil að fólk máli af mér, en mistök gerast," sagði Lloris viðLe Journal du Dimanche í Frakklandi.

„Þetta breytir mér ekki sem manneskju eða atvinnumanni."

Sjá einnig:
Myndband: Prófaði að drekka eins mikið og Lloris

Mögnuð markvarsla gegn Íslandi
Hugo Lloris hélt fyrirliðabandinu hjá bæði Tottenham og franska landsliðinu þrátt fyrir þessa hegðun sína. Lloris spilaði með Heimsmeisturum Frakklands gegn Íslandi í síðustu viku og þar varði hann ótrúlega í fyrri hálfleik.

„Raggi með skalla eftir horn sem Lloris ver frábærlega! Birkir Bjarnason fær svo frákastið en hittir ekki boltann. Mikill darraðadans í teignum sem endar með því að aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu!" sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Myndband má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner