Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. október 2018 14:30
Arnar Helgi Magnússon
Lukaku segir United þurfi að varast þrjá leikmenn Juventus
Mynd: Getty Images
Það mun öll athygli beinast að Cristiano Ronaldo þegar hann mætir aftur í Leikhús draumanna með liði sínu Juventus í næstu viku. Manchester United tekur þá á móti ítalska risanum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Juventus hefur unnið báða sína leiki í riðlakeppninni gegn Young Boys og Valencia. Manchester United vann útisigur gegn Young Boys en gerði jafntefli við Valencia á Old Trafford.

Romelu Lukaku framherji Manchester liðsins segir að það liggi í augum uppi að það þurfi að hafa sérstakar gætur á Ronaldo en nefnir þó tvo aðra leikmenn Juventus sem hann telur að þurfi að vera vakandi fyrir.

„Ronaldo er í öðrum klassa en aðrir. Dybala er leikmaður sem verður sterkari með hverjum leiknum virðist vera, ég er mikill aðdáandi. Douglas Costa hefur sýnt það í gegnum sinn feril að hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi."

„Juventus er frábært lið með frábæran þjálfara. Bekkurinn er frábær og það er valinn maður í hverju rúmi."

Athugasemdir
banner
banner
banner