Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. október 2018 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir aftur að fá Ramsey og Perisic
Powerade
United hefur lengi sýnt Perisic áhuga.
United hefur lengi sýnt Perisic áhuga.
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur áhuga á Foden.
Dortmund hefur áhuga á Foden.
Mynd: Getty Images
Manchester United heldur áfram að vera áberandi á slúðursíðunum en hér má sjá samantekt á því helsta sem ensku götublöðin bjóða upp á þennan sunnudag. Gott með kaffinu!

Manchester United mun nýta sér möguleika á að framlengja samning David de Gea (27) markvarðar sex mánuðum fyrr ef spænski markvörðurinn samþykkir ekki nýjan samning fyrir janúar. (Sun)

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw (23) hjá Manchester United mun skrifa undir fimm ára framlengdan samning. (Express)

Manchester United hefur gert 53 milljóna punda tilboð í serbneska varnarmanninn Nikola Milenkovic (21) hjá Fiorentina. (La Nazione)

Velski sóknarmaðurinn Gareth Bale (29) mun horfa framhjá öllum tilraunum Real Madrid til að ýta honum út í sumarsölu til Manchester United. (Express)

Jose Mourinho er tilbúinn að reyna aftur við króatísku leikmennina Ivan Perisic (29) og Ante Rebic (25). Þeir spila fyrir Inter og Frankfurt. (Mirror)

Manchester United ætlar að gera þriðju tilraun sína til að reyna við Aaron Ramey (27), velska miðjumanninn hjá Arsenal. Samningur Ramsey rennur út eftir tímabilið og hann ætlar ekki að endurnýja. (Mirror)

Juventus mun aðeins reyna að fá Ramsey ef félaginu mistekst að landa franska miðjumanninum Adrien Rabiot (23) frá Paris St-Germain. (Express)

Chelsea hefur boðið franska miðjumanninum N'Golo Kante (27) nýjan samning en Paris St-Germain hefur sýnt honum áhuga. (Mirror)

Borussia Dortmund vill fá miðjumanninn Phil Foden (18) frá Manchester City. RB Leipzig og Paris St-German eru einnig með augu á Englendingnum unga. (Mail)

Lionel Messi gæti yfirgefið Barcelona 2020 en í samningi hans segir að ef hann geri það þá megi hann ekki fara í annað 'elítufélag'. (Mundo Deportivo)

Antonio Valencia (33) gæti yfirgefið Manchester United á frjálsri sölu vegna klásúlu í samningi hans. Hann getur rætt við önnur félög og náð samkomulagi í byrjun mars. (Sun)

Það verður forgangsatriði hjá Real Madrid að kaupa nýjan miðvörð fyrir næsta tímabil. (Marca)

Arsenal vill kaupa tvo mjög spennandi unga leikmenn. Það eru senegalski vængmaðurinn Ismaila Sarr (20) hjá Rennes og þýski miðjumaðurinn Kai Havertz (19) hjá Bayer Leverkusen. (Mirror)

Tottenham hefur boðið danska miðjumanninum Christian Eriksen (26) nýjan samning en Real Madrid íhugar að gera tilboð í hann. (Mundo Deportivo)

Forseti La Liga, spænsku deildarinnar, vill fá Guardiola og Mourinho aftur til Spánar. (Mail)

Chelsea, Tottenham og Liverpool þurfa að borga 53 milljónir punda ef þau vilja fá pólska framherjann Krzysztof Piatek (23) frá Genoa. (Football London)
Athugasemdir
banner
banner
banner