Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Milan skoðar það að senda Bakayoko aftur til Chelsea
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan hefur gefið Tiémoué Bakayoko lánsmanni frá Chelsea sex leiki til þess að sanna sig, annars verði hann sendur aftur til Chelsea í janúar. Þessu halda ítalskir fjölmiðlar fram.

Chelsea keypti Bakayoko sumarið 2017 frá Mónakó en kaupverðið var í kringum 40 milljónir punda. Bakayoko náði sér engan veginn á strik með Chelsea og var sendur á lán til AC Milan fyrir þessa leiktíð.

Bakayoko hefur ekki byrjað einn einasta leik fyrir AC Milan en hann hefur fjórum sinnum komið af varamannabekknum.

Gattuso virðist ekkert vera alltof hrifinn af Bakayoko sem leikmanni.

„Bakayoko hefur of marga galla í sínum leik. Hann þarf til dæmis að læra hvernig hann á að fá boltann í fætur."

„Það þarf að fara rétt að þessu og við erum að reyna að laga þetta í hans leik. Það verður ekki auðvelt. Vika er ekki nóg til þess að gera leikmann fullkominn en við munum halda áfram að vinna í honum."

Verði Bakayoko sendur aftur til Chelsea í janúar er ekki ólíklegt að hann reyni að finna sér nýtt félag en eins og staðan er núna er ólíklegt að Sarri hefði eitthvað við hann að gera.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner