Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 14. október 2018 09:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
O'Neill segir að Írland verði að skora meira
O'Neill var nokkuð sáttur með stigið í gær.
O'Neill var nokkuð sáttur með stigið í gær.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að halda Danmörku í skefjumí gær er frammistaða írska landsliðsins fram á við ákveðið áhyggjuefni að mati landsliðsþjálfarans, Martin O'Neill.

Danir sigruðu 5-1 í Dublin á síðasta ári í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu síðasta sumar. Án Christian Eriksen í liði Dana virtust bæði lið skorta gæðin fram á við og þurftu að sætta sig við jafntefli í gærk.

O'Neill var nokkuð sáttur með stigið og hrósaði liði sínu eftir leik en viðurkenndi þó að þeir hafi ekki valdið Kasper Schmeichel, markverði Dana miklum áhyggjum í leiknum.

„Í byrjun fannst mér við leyfa Dönum að vera of mikið með boltann. Þeir urðu betri er leið á leikinn en við vorum of mikið til baka. En þegar við fengum boltann sóttum við fram á við með tilgangi. Við þurfum að skapa fleiri færi. Cyrus Cristie átti frábært skot. Annars fannst mér Danmörk ekki valda okkur miklum vandræðum,” sagði O'Neill.

„Með leikinn gegn Wales í huga og úrslitin frá því fyrir ári síðan finnst mér hreint lak vera mjög mikilvægt. Við erum að endurbyggja aftur, ná sjálfstraustinu til baka. Að halda hreinu og þú ert inn í leiknum.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner