Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodriguez og Shaqiri sammála um 6-0 sigurinn
Ætla ekki að hugsa um hann í tengslum við leikinn á morgun
Icelandair
Ricardo Rodriguez.
Ricardo Rodriguez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mikilvægur leikur, við vildum vinna og okkur tókst það en á morgun er annar dagur, annar leikur," sagði Ricardo Rodriguez, vinstri bakvörður AC Milan og svissneska landsliðið, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Hann var þarna að tala um 6-0 sigur Sviss gegn Íslandi í síðasta mánuði. Þessar þjóðir mætast aftur annað kvöld og Ísland ætlar sér að bæta fyrir tapið stóra í St. Gallen. Rodriguez og liðsfélagi hans, Xherdan Shaqiri, vita að Ísland ætlar ekki að bjóða upp á álíka hörmulega frammistöðu á morgun.

„Við verðum að vera vel undirbúnir vegna þess að Ísland ætlar að bæta upp fyrir tapið. Þeir ætla að sýna að þetta var slys hjá þeim," sagði Rodriguez.

„Við megum ekki hugsa um þennan sigur á morgun, þetta verður öðruvísi leikur."

Shaqiri sammála
Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, er stærsta stjarnan í liði Sviss. Hann tekur undir orð Rodriguez.

„Við vitum að íslenska landsliðið er sterkt, ekki síst hér á heimavelli. Við þurfum að gleyma fyrri leiknum sem fyrst," sagði Shaqiri í í viðtali við Stöð 2 Sport/Vísi. „Við verðum að gleyma hinum leiknum því það vantaði marga leikmenn, það voru margir meiddir. Þetta voru mjög mikilvægir leikmennog nú eru þrír eða fjórir af þeim komnir aftur svo þetta verður öðruvísi leikur."

Sjá einnig:
Horfði á leikinn gegn Frakklandi - „Verðum að virða Ísland"
Athugasemdir
banner
banner