sun 14. október 2018 10:35
Arnar Helgi Magnússon
Samúel Kári kallaður inn - Emil ekki með og Rúnar Alex tæpur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sitja nú fyrir svörum á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Sviss á morgun.

Hamrén byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna á hópnum varðandi meiðsli. Guðlaugur Victor og Emil Hallfreðsson eru báðir meiddir og munu ekki taka þátt í leiknum á morgun.

Samúel Kári Friðjónsson sem var staddur í verkefni með U21 landsliði Íslands hefur nú verið kallaður inn í hópinn.

Rúnar Alex Rúnarsson sem átti stórleik í þær 45 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum fór útaf meiddur í hálfleik. Rúnar æfði ekki með liðinu í gær en að sögn Hamrén er hann skárri í dag og mun taka þátt á æfingu.

Hörður Björgvin var tæpur fyrir leikinn gegn Frökkum en hefur nú náð sér að fullu. Birkir Már æfði ekki í gær en staðan á honum verður tekin síðar í dag.

Leikurinn gegn Sviss hefst klukkan 18:45 annað kvöld og enn eru til miðar á leikinn. Hægt er að kaupa þá inn á Tix.is
Athugasemdir
banner
banner
banner