Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. október 2018 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Ítalía með dramatískan sigur
Biraghi tryggði Ítalíu sanngjarnan en dramatískan sigur. Hér er hann í leiknum í kvöld.
Biraghi tryggði Ítalíu sanngjarnan en dramatískan sigur. Hér er hann í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Nú eru allir leikir dagsins í Þjóðadeildinni búnir. Ítalía vann sinn fyrsta sigur í keppninni í kvöld.

Ítalía sótti Pólland heim en það var aðeins eitt mark skorað og það gerði Cristiano Biraghi í uppbótartíma. Þessi bakvörður Fiorentina var að spila sinn þriðja landsleik, þetta var hans fyrsta landsliðsmark. Sigur Ítalíu var sanngjarn.

Þetta er fyrsti sigur Ítalíu í Þjóðadeildinni, liðið er með fjögur stig í riðli 3. Portúgal er á toppi riðilsins með sex stig en Pólland er með eitt stig. Ítalía og Pólland hafa spilað þrjá leiki en Portúgal hefur aðeins leikið tvo leiki.

Ísrael og Svartfjallaland á sigurbraut
Það voru tveir aðrir leikir sem hófust klukkan 18:45 og voru þeir báðir í B-deild. Ísrael hafði betur gegn Albaníu á heimavelli og Svartfjalland fór til Litháen og sótti þrjú stig.

Ísrael er á toppnum í riðli 1 með sex stig eftir þrjá leiki en Albanía er með þrjú stig. Í riðli 4 er Svartfjallaland komið upp fyrir Rúmeníu. Serbía er með átta stig, Svartfjalland með sjö stig, Rúmenía sex og Litháen er án stiga.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins.

Öll úrslit dagsins:

A-deild
Pólland 0 - 1 Ítalía
0-1 Cristiano Biraghi ('90 )

B-deild
Rússland 2 - 0 Tyrkland
1-0 Roman Neustadter ('20 )
2-0 Denis Cheryshev ('78 )

C-deild
Rúmenía 0 - 0 Serbía
0-0 Dusan Tadic ('45 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Gabriel Tamas, Romania ('44)

Ísrael 2 - 0 Albanía
1-0 Tomer Hemed ('8 )
2-0 Diaa Sabia ('83 )

Litháen 1 - 4 Svartfjallaland
0-1 Stefan Mugosa ('10 )
0-2 Boris Kopitovic ('35 )
0-3 Stefan Mugosa ('45 , víti)
0-4 Darko Zoric ('86 )
1-4 Rolandas Baravykas ('88 )

D-deild
Aserbaídsjan 1 - 1 Malta
0-1 Alex Muscat ('37 )
1-1 Araz Abdullayev ('52 )

Færeyjar 1 - 1 Kosóvó
0-1 Milot Rashica ('9 )
1-1 Rene Joensen ('50 )

Sjá einnig:
Þjóðadeildin: Leikmaður Grindavíkur bjargaði stigi í Færeyjum
Athugasemdir
banner
banner
banner