Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikur: Góður árangur í fjarveru Ronaldo
Portúgalar fagna marki í dag.
Portúgalar fagna marki í dag.
Mynd: Getty Images
Skotland 1 - 3 Portúgal
0-1 Helder Costa ('43 )
0-2 Eder ('74 )
0-3 Bruma ('84 )
1-3 Steven Naismith ('90 )

Portúgal kemur mjög vel úr þessari landsliðstörn en það er ekki hægt að segja það sama um Skotland.

Þessi lið mættust í vináttulandsleik í Skotlandi í kvöld og kom Helder Costa, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, Portúgal yfir rétt fyrir leikhlé og staðan því 1-0 í hálfleik.

Seint í seinni hálfleiknum setti Portúgal tvö mörk í viðbót og staðan orðin 3-0. Eder, leikmaður Lokomotiv Moskvu, og Bruma, leikmaður, Galatasaray, með mörkin.

Steven Naismith klóraði í bakkann fyrir Skotland undir lokin en lengra komust Skotar ekki.

Lokatölur 3-1 fyrir Portúgal sem gekk vel í þessu landsliðverkefni án Cristiano Ronaldo.Portúgal vann báða leiki sína í þessu landsleikjaverkefni, án Ronaldo sem fékk frí í kjölfar nauðgunarásakana. Portúgal vann Pólland í Þjóðadeildinni og Skotland í dag.

Skotland tapar báðum leikjum sínum, fyrst gegn Ísrael og nú gegn Portúgal. Stuðningsmennirnir eru ekki sáttir með það.
Athugasemdir
banner
banner