Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. október 2018 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Wenger: Ég er feginn að þetta sé ekki á minni ábyrð lengur
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger fyrrum stjóri Arsenal til fjölda ára nýtur nú lífsins í Frakklandi. Hann hefur tjáð sig um Aron Ramsey og hans framtíð.

Ramsey verður samningslaus eftir tímabilið sem þýðir það að önnur félög megi ræða við hann strax í janúar. Barcelona og Manchester United eru á meðal þeirra liða sem hafa lýst yfir áhuga að fá Ramsey til sín.

„Ég veit satt best að segja ekki hvað er að gerast hjá Arsenal. Ramsey er auðvitað í frábærri stöðu hvað varðar samningaviðræður við Arsenal, hann á eftir að nýta sér það."

„Ég veit ekki hversu langt Arsenal getur eða mun fara til þess að halda honum. Hann þarf risa samning. Einu sinni var þetta á minni ábyrgð en ekki lengur, ég er ánægður með það," sagði Wenger léttur í bragði.

Wenger var síðan spurður hvort að hann myndi reyna að halda Ramsey.

„Ég reyndi það, og það getur ennþá gerst."

Athugasemdir
banner
banner
banner