Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Wenger heillaður af frammistöðu Tuchel
Tuchel hefur heillað Wenger.
Tuchel hefur heillað Wenger.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel hefur heillað Arsene Wenger með því starfi sem hann hefur gert hjá PSG en þessi fyrrum þjálfari Arsenal virðist vera að taka við sem framkvæmdastjóri PSG.

Wenger hefur tekið sér frí frá störfum eftir að hafa hætt hjá Arsenal síðastliðið vor en hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti framkvæmdastjóri PSG. Wenger fór í viðtöl eftir að hafa stýrt liði í góðgerðarleik á vegum Per Mertesacker og talaði vel um Tuchel.

„Ég met Tuchel mikils. Hann hefur aðlagast franska fótboltanum fljótt. Hann virðist vera mjög klár og á í góðu sambandi við leikmennina. Byrjun hans hjá PSG hefur verið frábær. Fyrstu frammistöður hafa verið jákvæðar og ég held að það sé mikilvægt þegar þú kemur að utan,” sagði Wenger.

„Þú verður að hafa smá heppni til að byrja vel en gæðin eru til staðar. Það verða erfiðir leikir fyrir PSG í framtíðinni og væntingarnar eru mjög háar. Ég vona að hann nái árangri í Meistaradeild Evrópu.”

Tuchel er sagður eiga í erfiðum samskiptum við íþróttastjóra PSG, Antero Henrique síðan hann tók við félaginu og áhyggjur eru af því að tvímenningunum hafi mistekist að finna leikmann í stað Thiago Motta í sumar.
Athugasemdir
banner
banner