Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Wenger: Henry hefur burði til þess að ná árangri hjá Mónakó
Wenger er hrifinn af ráðningu Mónakó.
Wenger er hrifinn af ráðningu Mónakó.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry var tilkynntur sem næsti þjálfari Mónakó á laugardaginn og hans fyrrum stjóri, Arsene Wenger segir sinn fyrrum leikmann vera frábæran kost í starfið.

Wenger trúir því að Henry hafi allt sem þarf til þess að ná árangri hjá Mónakó en hefur varað hann við því að hann muni þurfa að fórna öllum sínum tíma nú þegar hann er stjóri. Henry tekur við af Leonardo Jardim og tekur nú við sama liði og hann hóf ferilinn hjá.

„Auðvitað er Henry góður kostur. Hann er mjög klár og skilur fótbolta mjög vel. Þess vegna hefur hann allt sem þarf eins og margir leikmenn á þessu stigi. En þegar þú byrjar þarftu að vera heppin líka. Hann þarf á góðu viðhorfi að halda og mun þurfa að fórna hlutum. Þú þarf að fórna öllu lífinu þínu,” sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner