Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. október 2018 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Witsel: Við erum sárir að missa Henry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Witsel leikmaður Dortmund og belgíska landsliðsins segir að það sé sárt að missa Henry úr þjálfarateyminu en að liðið beri virðingu fyrir hans ákvörðun.

Thierry Henry hefur verið í þjálfarateymi Belga síðastliðin tvö ár og gegnt hlutverki aðstoðarþjálfara.

Henry var ráðinn þjálfari Mónakó nú rétt fyrir helgi og hefur því sagt upp starfi sínu hjá belgíska knattspyrnusambandinu.

„Þetta er auðvitað sárt fyrir okkur. Það vissu allir að Henry langaði að verða aðalþjálfari. Svona er fótboltinn en við erum þakklátir og glaðir fyrir þessi tvö ár sem að hann vann með okkur."

„Hann kom með mikla reynslu og hann var mjög náinn leikmönnunum. Hann spjallaði mikið við alla. Ég held að þetta sé rétti tíminn fyrir hann að taka við þjálfarastarfi."

Witsel er liðsfélagi Jadon Sancho sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir England í gær. Witsel bindur miklar vonir við Sancho.

„Hann er að gera frábæra hluti með okkur í Þýskalandi. Ef hann heldur áfram á sömu braut þá verður hann einn besti leikmaður í heimi."
Athugasemdir
banner
banner