Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mán 14. október 2019 11:33
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Sýndum strákunum hvað fór úrskeiðis
Arnar Þór og Eiður Smári.
Arnar Þór og Eiður Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu í dag og var spurður út í þetta stórtap gegn Svíum.

„Ég held að við höfum sýnt strákunum í gær hvað fór úrskeiðis. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að vita hvað þeir gera vel og hvar blæðingin var. Þá er auðveldara að stoppa þá blæðingu. Strákarnir hafa verið frábærir og gera sér grein fyrir því að þetta var ekki þeirra besti dagur. Við erum brattir og ætlum að reyna að bæta fyrir þau úrslit," segir Arnar.

„Það voru þrír þættir sem við gerðum ekki sem við höfum ekki verið að gera. Þegar hlaupatölurnar voru skoðaðar vantaði upp á spretti og sprettmetrana, menn voru ekki alveg frískir. Við byrjuðum mjög vel í þessum leik, við vorum í lagi fram að því að þeir skoruðu fyrsta markið. Við vorum aðeins of seinir í hlutina þegar við vorum að elta. Þriðji hluturinn var að varnarfærslurnar voru ekki eins fljótar og góðar og þær hafa verið."

„Það er skemmtilegt við fótboltann að fá núna strax leik til að svara fyrir þetta. Þetta írska lið er mjög skemmtilegt og vel spilandi lið. Það verður skemmtilegt verkefni að fá að takast á við það."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner