Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 14. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Tyrklandi í mikilvægum leik á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið mætir Tyrklandi í 4. umferð í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.

Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er í 3. sæti með 4 stig en Tyrkland á toppnum með 7 stig.

Íslenska liðið getur galopnað baráttuna um toppsætið í riðlinum með sigri.

Ekki er alveg orðið ljóst hvort leikurinn mun fara fram í kvöld vegna frosts í jörðu á Laugardalsvelli, en ákvörðun verður tekin um það í hádeginu. Það gæti farið svo að hann verði leikinn á morgun.

Leikir dagsins:

Landslið karla - Þjóðadeild
18:45 Ísland-Tyrkland (Laugardalsvöllur)
18:45 Wales-Svartfjallaland (Cardiff City Stadium)
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner