Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. nóvember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drogba að hætta í fótbolta - Þarf tíma í önnur verkefni
Drogba og Eiður Smári.
Drogba og Eiður Smári.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að Didier Drogba, sem lék lengi með Chelsea, leggi skóna á hilluna margumtöluðu.

Hinn 39 ára gamli Drogba hefur leikið með Phoenix Rising að undanförnu, en hann ætlar að segja það gott eftir þessa leiktíð. Hann ætlar að fara að einbeita sér að öðrum verkefnum.

Drogba samdi við Phoenix í apríl og hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum frá því hann kom til félagsins.

„Viljið þið fá slúður? Ég held ég hætti á næsta ári," sagði Drogba í samtali við RMC Sport.

„Á einhverjum tímapunkti verður þú að hætta. Ég þarf að fá tíma fyrir önnur verkefni mín," sagði hann einnig.
Athugasemdir
banner
banner