þri 14. nóvember 2017 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM þann 1. desember næstkomandi.

Þetta varð ljóst í kvöld eftir úrslit kvöldsins.

Danmörk hafði betur gegn Írlandi, 5-1, en þessi úrslit eru ekki þau sem Íslendingar höfðu vonast eftir.

Íslandi þurfti að treysta á það að Írar myndu bera sigur á býtum til þess að eiga möguleika á því að vera í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í Moskvu 1. desember.

Það gerðist ekki og það er því ljóst að Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki, sem gerir það að verkum að það er líklegra að sterkari þjóðir verði með Íslandi í riðli á mótinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner