Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 14. nóvember 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Dortmund mættu fullir á æfingar
Gundogan segir frá.
Gundogan segir frá.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan greinir frá því að hann og liðsfélagar hans hjá Borussia Dortmund, hafi mætt undir áhrifum áfengis á æfingar liðsins eftir að hafa fagnað sigri í þýsku úrvalsdeildinni árið 2011.

Dortmund var komið langleiðina með að vinna titilinn 2011 þegar fjórir leikir voru eftir. Þetta var fyrsti deildartitill liðsins í níu ár.

Það var því vel fagnað, en leikmenn byrjuðu fagnaðarlætin snemma.

„Eftir síðustu leikina (á 2010/11 tímabilinu) fórum við oft, átta til 10 leikmenn út á lífið. Daginn eftir mættum við yfirleitt frekar fullir á æfingu og það sást," segir Gundogan í bók sem verið er að skrifa um knattspyrnustjórann Jurgen Klopp, en Klopp stýrði Dortmund á þessum tíma og vakti fyrst almennilega athygli í því starfi.

„Við gerðum þetta í hófi og við urðum samheldnari fyrir vikið."

Dortmund endaði sem meistari þetta tímabil, með sjö stigum meira en Bayer Leverkusen í öðru sæti. Bayern München var í þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner