Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. nóvember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Mambo ósáttur: Fékk ekki treyjunúmer 5
Mynd: Twitter
Árið 1999 sló Lou Bega í gegn með laginu 'Mambo No. 5' en það fór á toppinn á vinsældarlistum víða um heim.

En hvernig tengist þetta lag Ebbsfleet United í ensku utandeildinni?

Leikur Ebbsfleet og Leyton Orient var sýndur í sjónvarpi á Englandi um helgina í landsleikjahléinu.

Yado Mambo, leikmaður Ebbsfleet, vakti mikla athygli í leiknum þar sem hann spilaði í treyju númer 18.

Margir vildu sjá hann fara frekar í treyju númer 5. Mambo No. 5!

„Ég sagði þetta við stjórann en ég held að hann hafi ekki trúað mér fyrr en um helgina þegar þetta var blásið upp á samfélagsmiðlum," sagði hinn 26 ára gamli Mambo.

„Kannski tekur hann þetta alvarlega núna og leyfir mér að skipta um númer fyrir næsta tímabil."

Mambo er sjálfur aðdáandi lagsins frá 1999.

„Þetta var eitt af mínum uppáhalds lögum á sínum tíma. Í skólanum sungu krakkar þetta fyrir mig," sagði Mambo.

Hér að neðan má hlusta á lagið fræga.



Athugasemdir
banner
banner
banner