þri 14. nóvember 2017 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martin O'Neill var nóg boðið og gekk úr viðtali
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írland tapaði 5-1 gegn Danmörku í umspili um sæti á HM í kvöld. Eftir markalausan fyrri leik í Kaupmannahöfn fékk Írland skell frá sprækum Dönum með Christian Eriksen fremstan í flokki.

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, mætti í viðtal eftir leikinn og gekk úr því áður en blaðamaðurinn hafði lokið sér af.

Tony O'Donoghue hjá RTÉ í Írlandi tók viðtalið við O'Neill, en þeir eiga ekki í sérstaklega góðu sambandi.

O'Donoghue spurði O'Neill út í leiki gegn Serbíu og Georgíu í riðlakeppninni, sem Írlandi mistókst að vinna.

O'Neill gaf honum svar áður en hann fékk nóg og gekk út úr viðtalinu áður en O'Donoghue var búinn með spurningarnar.

Myndband af þessu er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner