Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 14. nóvember 2017 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paolo Cannavaro: Segjum bless við múmíurnar
Mynd: Getty Images
Paolo Cannavaro, miðvörður Sassuolo og bróðir Fabio Cannavaro, var, eins og flestir samlandar hans, öskureiður eftir að Ítalía komst ekki á HM eftir umspilsleiki gegn Svíum.

Cannavaro kennir gömlu körlunum í ítalska boltanum um tapið en bendir á að nú hljóti bjartari tímar að vera framundan.

„Við töpuðum ekki HM í dag heldur fyrir 15 árum þegar græðgin tók öll völd og óhæft fólk úr öllum heimshornum var fengið inn í ítalska knattspyrnuheiminn," skrifaði Cannavaro á Instagram.

„Við gáfum þeim frægð og frama þökk sé ítölsku þjálfurunum, sem eru þeir bestu í heimi. Núna höfum við náð botninum og ég vona að þetta muni breyta ítalskri knattspyrnu til hins betra.

„Vonandi segjum við bless við múmíurnar sem stjórna ítalska knattspyrnuheiminum og gerum pláss fyrir næstu kynslóð. Vinsamlegast, farið úr vegi okkar, takk....

„Það er sorglegt að Gigi Buffon hafi misst af tækifærinu til að verða eini leikmaður sögunnar sem tekur þátt í 6 lokamótum HM. Viðbrögð Buffon að leikslokum sýna hvernig mann hann hefur að geyma, vonandi verða hans tár þau síðustu!!!!!

„Styðjum næstu kynslóð Ítala!!!! Verðum aftur að Ítalíunni sem allur knattspyrnuheimurinn öfundar! Því miður þá þurfti þetta að gerast til að vekja okkur til lífsins!!!!"
Athugasemdir
banner
banner
banner