Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 10:50
Elvar Geir Magnússon
30 þúsund miðar seldir - 400 Íslendingar
Icelandair
Þessi ungi aðdáandi verður væntanlega á leiknum.
Þessi ungi aðdáandi verður væntanlega á leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt nýjustu tölum er búið að selja 30 þúsund miða á Þjóðadeildarleik Belgíu og Íslands sem fram fer annað kvöld á King Baudouin leikvangnum.

Leikvangurinn tekur um 50 þúsund manns.

Reiknað er með um 400 Íslendingum á leiknum en upphitun íslenskra stuðningsmanna fer fram á írskum bar í Brussel.

„Íslendingar munu hittast frá kl 15:00 á O’Reilly Irish Pub í miðbæ Brussel. Í nágrenninu er urmull af börum og veitingastöðum. Kl 18:30 mun lögreglan svo fylgja stuðningsmönnum okkar að næstu metróstöð og leiða okkur alla leið uppá völl, allt er þetta gert í góðu samráði við lögregluyfirvöld í Brussel. Gert er ráð fyrir að hleypt verði í metróinn án greiðslu. Vonast er til að sem flestir Íslendingar safnist saman á þennan hátt fyrir leik og eigi saman góðan dag," segir í færslu sem er á heimasvæði Tólfunnar á Facebook.

Sjá einnig:
Á vettvangi Heysel harmleiksins


Athugasemdir
banner
banner
banner