Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 22:00
Magnús Már Einarsson
Aron: Hazard og Messi svipaðir með boltann
Icelandair
Eden Hazard í leiknum gegn Íslandi í september.
Eden Hazard í leiknum gegn Íslandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgískir fjölmiðlamenn spurðu Aron Einar Gunnarsson út í Eden Hazard á fréttamannafundi fyrir landsleikinn í Brussel annað kvöld. Hazard er algjör lykilmaður í landsliði Belgíu en hann var öflugur í 3-0 sigrinum á Íslandi í september.

„Hann hefur mikil gæði. Hann hefur staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár sem og með belgíska landsliðinu. Hann á hrós skilið," sagði Aron.

„Við sýnum honum virðingu á morgun en við reynum allt til að gera honum erfitt fyrir. Þetta snýst ekki bara um hann. Belgíska liðið er öflugt og leikmenn þar spila með toppliðum í Evrópu. Þetta verður erfiður leikur og við erum spenntir fyrir honum. Við búumst við erfiðum leik því þeir vilja vinna leikinn og mæta Sviss í kjöfarið."

Íslenska landsliðið náði að halda aftur að Lionel Messi í leiknum gegn Argentínu á HM í sumar. Belgískur fréttamaður spurði hvort að íslenska liðið muni verjast á svipaðan hátt gegn Hazard á morgun.

„Ég vil ekki bera þá saman. Þeir eru frekar svipaðir með boltann, með jafnvægispunktinn neðarlega og boltinn er límdur við þá. Við þurfum að passa okkur þegar hann kemst einn á einn. Við þurfum að stíga á móti honum og reyna að hjálpa bakvörðunum eða þeim sem dekka hann. Þetta snýst hins vegar ekki bara um hann heldur allt liðið. Það eru gæði í öllum stöðum hjá þeim," sagði Aron.
Athugasemdir
banner