Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. nóvember 2018 09:36
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna bætist á langan meiðslalista - Aron Elís kallaður inn
Icelandair
Birkir Bjarnason landsliðsmaður.
Birkir Bjarnason landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Birkir Bjarnason verður ekki með Íslandi í leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Birkir á við meiðsli að stríða og verður heldur ekki með í vináttulandsleiknum gegn Katar næsta mánudag.

Erik Hamren, þjálfari íslenska liðsins, hefur kallað á Aron Elís Þrándarson í hópinn í stað Birkis. Aron Elís, sem spilar fyrir Álasund, kemur til Belgíu í dag, miðvikudag.

Ótrúlega mörg forföll eru í íslenska hópnum fyrir komandi leiki. Ragnar Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru einnig fjarverandi.

Þá er bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson tæpur en á eftir mun Ísland æfa á keppnisvellinum í Brussel og eftir þá æfingu skýrist með þátttöku hans.

Að lokinni æfingu verður fréttamannafundur þar sem Erik Hamren og Aron Einar Gunnarsson sitja fyrir svörum.
Athugasemdir
banner
banner
banner