banner
   mið 14. nóvember 2018 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: Alex Freyr skoraði þrennu í stórsigri á Víkingum
Alex Freyr Hilmarsson sýndi sparihliðarnir gegn gömlu félögunum
Alex Freyr Hilmarsson sýndi sparihliðarnir gegn gömlu félögunum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kennie Chopart skoraði tvö
Kennie Chopart skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur R. 2 - 8 KR
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('5 )
0-2 Atli Sigurjónsson ('10 )
1-2 Logi Tómasson ('31 )
2-2 Sindri Scheving ('34 )
2-3 Alex Freyr Hilmarsson ('45 )
2-4 Alex Freyr Hilmarsson ('46 )
2-5 Kennie Chopart ('60 )
2-6 Kenni Chopart ('80 )
2-7 Pablo Punyed ('88 )
2-8 Pálmi Rafn Pálmason ('89 )

KR kjöldró Víking R., 8-2, í fyrsta leik liðanna í Bose-mótinu í kvöld en leikurinn fór fram á gervigrasinu í Fossvogi.

KR fékk tvo leikmenn frá Víkingum á dögunum en þeir Alex Freyr Hilmarsson og Arnþór Ingi Kristinsson sömdu þá við KR. Alex var í banastuði í kvöld.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu áður en Atli Sigurjónsson bætti við öðru fimm mínútum síðar. Víkingar jöfnuðu metin með tveimur afar flottum mörkum af löngu færi. Þeir Logi Tómasson og Sindri Scheving gerðu mörkin.

Undir lok fyrri hálfleiks bætti Alex Freyr við öðru marki fyrir KR og það voru aðeins nokkrar sekúndur búnar af þeim síðari er hann fullkomnaði þrennu sína.

Danski framherjinn Kennie Chopart gerði tvö mörk á 60. og 80. mínútu áður en Pablo Punyed gerði sjöunda mark KR. Það var svo Pálmi Rafn Pálmason sem rak síðasta naglann í kistu Víkinga og lokatölur því 8-2.

KR-ingar í góðum málum í riðli 2 en Stjarnan er einnig með liðunum í riðli. Næsti leikur í Bose-mótinu er leikur Breiðabliks og FH sem fer fram á föstudaginn í riðli 1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner